Hvernig má leiðrétta fasteignabóluna.

Eitt af því sem fór algjörlega úr böndum í gróðærinu var fasteignamarkaðurinn. Þar ætluðu allir að maka krókinn svo um munaði. Eitt sinn var viðkvæðið  " að lækka byggingakostnað " nú gekk allt í þá átt að hækka hann. Sveitarfélögin ætluðu að stórgræða á úthlutun lóða, sem urðu allt of dýrar og allt of margar. Þær koma því í bakið á þeim sem þungur skuldabaggi. Allir sem að byggingum komu vildu maka krókinn og allt í einu gat fermetir í nýbyggingum kostað allt að hálfri milljón eða 50 milljónir fyrir 100 fm íbúð. Þetta þótti rakinn gróðavegur. Í þessu tilfelli átti eigandi einbílishúss að selja það og kaupa lúxusíbúð fyrir aldraða fyrir kaupverðið. Krónan var sterk og myntkarfan vænlegur kostur. Síðan féll allt, líkt því að kvikni í timburhúsi á mörgum stöðum í einu og ekkert verði við ráðið. Þeir sem að þessu stóðu geta sætt sig við að taka á sig skellinn og vita upp á sig sökina.

Það gerir hins vegar unga fólkið ekki,sem undir eðlilegum kringumstæðum væri að koma sér upp sinni fyrstu íbúð og ætti að horfa bjartsýnisaugum til framtíðar. Það grátlegasta við þetta er að byggingarvísitalan virkar að fullu á verðtryggð lán þar sem "neysluvísitalan" mælir aðeins hækkanir og í stöku tilfalli lækkanir, en alls ekki neyslu. Það er ekki sama hvort seldar eru 100 íbúðir á ári eða t.d. 2000 á höfuðborgarsvæðinu. Þær tölur mæla neyslu. Ég legg til að ríkið, sem  hvort eð er hefur fengið allt upp í fangið, jafnt banka sem fyrirtæki hugi að byggingu íbúða fyrir ungt fólk og í því tilfelli verði "mannauðurinn" nýttur til að byggja á sem hagkvæmastan (ódýrastan) máta þannig að unga fólkið geti eignast þær íbúðir og greitt af hóflegum lánum á hóflegum vöxtum. Jafnframt verði verðtryggingin afnumin í áföngum. Ekki trúi ég að við getum drattast inn í ESB með hana í farteskinu !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband