HÖLL KRISTALLANNA

Í morgunblogginu mínu var ég meðal annars að agnúast út í þá kostnaðarsömu framkvæmd sem tónlistar- og ráðstefnuhúsið vissulega er. Einnig það að henni hefur ekki verið gefið nafn við hæfi. Tónlistar-og ráðstefnuhús getur svo sem verið ágætis undirtitill en veigrið okkur við að skíra hana Alþýðuhöll.

Það var svo á golfvellinum í dag að mér datt ágætisnafn í hug. Þessi glerhjúpur sem umlykur hana minnir helst á kristalla og því þá ekki að skíra hana Kristallahöllina eða Kristalshöllina? Þá mætti einnig hugsa sér að kalla bygginguna  Kristallinn. Nafnið er þjált og enska heitið gæti eins verið Crystals Hall eða Crystal Hall  í kynningum til útlendinga. En finni einhver betra nafn en þetta er ég sáttur við það, eins og maðurinn sagði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband