Gjaldmiðlar og sótthiti

Margt hefur verið rætt, ritað, og ég tala nú ekki um, bloggað um aðildarumsókn og hugsanlega inngöngu í ESB. Sem betur fer eru stjórnarflokkarnir ekki sammála um það mál en stór hluti kjósenda allra flokka finnst þó í lagi að kíkja á hvað er í boði. Einungis Samfylkingin óklofin heldur því fram að innganga sé allra meina bót. Hún hefur haldið því fram að ástandið hér muni batna að einhverju leiti, bara með því að afhenda aðildarumsókn. Lítið bólar á því. Viðkvæðið var hér hjá öllum, meðan flest lék í lyndi, að þangað hefðum við ekkert að gera, hefðum alla kostina með EES aðildinni og þyrftum engu að fórna. En einkum Samfylkingin er tilbúin að fórna ýmsu til að komast í myntbandalagið og taka upp evruna sem á þá að vera ávísun á stöðugleika. Og nú kemur samlíkingin við hitamælinn,sem ætti að vera flestum auðskilin. Gjaldmiðillinn, krónan okkar endurspeglar einungis lélega hagstjórn undanfarinna ára , í bland við bankahrunið, háa verðbólgu, hæstu vexti og gríðarlegar skuldir, jafnt ríkisins fyrirtækja og einstaklinga. Hitamælirinn sýnir því að"þjóðarbúið" er með sótthita við hættumörk. En ef við göngum í ESB, þar sem hitinn mælist að meðaltali rúm 37 stig,er okkur talið  borgið og að  hitinn snarlækki við það eitt. Ég held ekki. Hitamælir læknar ekki sótthitann en réttur sýnir okkur ástandið eins og það er. Einbeitum okkar að endurreisninni á eigin forsendum og þar eru gríðarleg verkefni framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband