12.9.2009 | 18:34
Hvernig EES aðild og flöktandi króna fara ekki saman
það var ekki skynsamlegt að taka á sig allar skuldbindingar Evrópska efnahagssvæðisins,sem eins og margoft hefur komið fram, eru um 70 af hundraði allra skuldbindinga bandalagsins án þess að evran fylgdi með um leið og sú skipan mála komst á. Skírasta dæmið er um frjálsa fjármagsflutninga og skuldir í erlendri mynt. Annað, eins og ákvæðið um að öll útboðsverk yfir ákveðinni upphæð skuli jafnframt boðin út á EES svæðinu. Auðvitað fá erlendir aðilar stærstu verkin eins og sýndi sig við Kárahnjúkavirkjun, og yfirstandandi jarðgangagerð. Ef krónan fellur hækkar verkið samsvarandi því að tilboðsupphæðir verka hljóta að vera gengistryggðar. Sem betur fer hélst krónan sterk á meðan framkvæmdir við Kárahnjúka stóðu yfir. En framundan eru ef til vill stórverk í virkjunum sem lúta þessum lögmálum. Ég er enginn talsmaður upptöku evru en bendi á að þessi atriði stangast hastarlega á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.