Er atvinnubótavinna þjóðhagslega arðbær þegar ekkert er til í kassanum?

Við höfum auðvitað lifað langt um efni fram undanfarin ár og dansað hringdansa og vikivaka umhverfis gullkálfinn. Og nú er margt stopp og ekki furða. Það er grátlegt að það sem við erum góðir í, t.d. byggingastarfsemi og framkvæmdir ýmiskonar hafi stöðvast vegna þess að fjármagn finnst ekki eða þá að yfirdrifið hefur verið byggt og framkvæmt. Kannski má segja að "betra sé illt að gera en ekkert" en fjölmargir hafa fært fyrir því góð rök að nýi spitalinn við Hringbraut sé framkvæmd sem á ekki rétt á sér. Aðrir segja að við "græðum milljarða" á að færa hann á einn stað.  Eitt sinn átti að nota til hans Landsímapeningana sem nú er líkast til horfnir og taka þarf lán fyrir öllum herlegheitunum. Og samt er hægt að reikna út hagnað þótt Borgarspítalann, sú merka sjúkrastofnun sé einfaldlega lögð niður og óvíst að hvaða notum byggingin kemur eftir flutning. Maður óttast að nú segi ráðamenn á atkvæðaveiðum; " Reiknaðu rétt strákur" í anda danska einokunarkaupmannsins forðum daga. Verðum við ekki alla vega að setja eitt risastórt spurningamerki við þennan gjörning ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband