12.11.2009 | 14:55
Tveir kostir, báðir slæmir
Nú eru ESB viðræður komnar í gang með tilheyrandi kostnaði í boði 30-40 prósenta þjóðarinnar. Harðsnúið samningalið ætlar að ná fínum samningum. ESB fulltrúi setur evruna efst á gulrótina og segir að hún minnki atvinnuleysi. Vafasamt í ljósi 25 % atvinnuleysis á Spáni þar sem hún hefur líklegast leitt til þessa mikla atvinnuleysis. Lækkun krónunnar og verðbólga er afleiðing óstjórnar og bankahruns. Og það kostar okkur mikið. Fyrst var fólk á ofurlaunum við að koma okkur í þessa aðstöðu og spanaði upp laun allra hinna, sem var fyrst og fremst mætt með erlendum lántökum. Nú er fólk á ofurlaunum við að greina og komast fyrir um rót vandans og hafa upp á þeim sem hugsanlega frömdu eitthvað saknæmt. Á meðan er hér allt í hönk og helst litið til evrópskrar ölmusu og styrkja. Að einangra landið og segja EES og ESB að fara lönd og leið er heldur ekki vænlegt.
Ríkisvaldið er stöðugt að fá fyrirtækin yfirskuldsettu upp í fangið í gegnum eignarhald á bönkunum og því gildir þessi setning sem ég las í Time magazine eftir yfirtöku ríkisins á föllnum bönkum í USA á síðasta ári; " Húrra fyrir þinginu, það hefur nú sannað að við höfum sósialisma fyrir þá ríku og kapitalisma fyrir okkur hina, almennu þegnana."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.