Að standa sig fyrir sinn flokk

Ástand þjóðfélagsins þá mánuði sem liðnir eru frá hruni einkabankanna og reyndar flestra fjármálastofnananna á sér engan samanburð í Íslandssögunni. Kröftug mótmæli enduðu með stjórnarslitum þeirra flokka sem stóðu hina margumtöluðu vakt í aðdraganda hrunsins sem og eftirleik þess.

 Síðan birtust Icesave skuldirnar smám saman. Á líkan hátt og borgarís sem rekur að landi, fyrst sem meinlaus toppurinn í fjarska, en við ströndina er hann orðinn risavaxinn, ógnvekjandi og óviðráðanlegur. Kannski má líkja þessu við Sturlungaöld, nema að nú flýtur ekki blóð. Höfðingjar bárust þá á banaspjót um yfirráðin og að endingu gekk þjóðin Noregskonungi á hönd. Kannski fyrst og fremst til að koma í veg fyrir meira mannfall. Síðan eru liðnar sjö og hálf öld og höfum við haldið friðinn að mestu. Í staðinn tók fólk að stunda þrætubókarlist hvers konar og valdabrölt.

 Að fengnu sjálfstæði með almennum kosningum urðu átökin á pólitíska sviðinu eins hatrömm og hugsast getur. Persónuleg, óvægin og ætíð háð í návígi til þess að skapa sínum flokki sem besta stöðu og skipa stefnumálum hans í öndvegi.
Við höfum blessunarlega að langmestu verið laus við bein hernaðarátök en ef við sækjum samlíkingu við þau má segja að við stöndum í stríði. Alla vega fjárhagslegu við aðrar þjóðir. Á meðan ríkir hér borgarastyrjöld innanlands, alla vega leit að sökudólgum og ábyrgðarmönnum hrunsins og að þeim sem fóru á svig við lög og reglur. Á meðan vill rúmur  þriðjungur þjóðarinnar draga okkur okkur hina langleiðina inn í Evrópusambandið þar sem býður okkar 500 miljóna manna ríkjasamband. Þetta sama samband, sem við, með aðild okkar að EES í bland við eigin sofandahátt og aðgátsleysi, kom okkur í þessa stöðu sem við erum nú í. Á sama tíma  gengur hver í annars skrokk í sölum Alþingis og þá helst í nafni og með hag síns flokks að helsta markmiði. Ekki þarf mikinn hernaðarfræðing til að sjá að þetta er vonlaus vígstaða.
Við verðum sem fyrst að breyta stöðinni okkur í vil.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband