Hrunráðherra lætur ekki segjast

Það er ekkert grín að sitja uppi með ráðherra sem hefur á undanförnum árum eytt tugum ef ekki hundruðum milljarða í óarðbærar samgönguframkvæmdir. Þar af stærsti hlutinn í hans fámenna kjördæmi. Að vera með tvö risajarðgöng í gangi á sama tíma nær engri átt. Nú er hann kannski búinn að átta sig á því að það eru engir peningar til eins og var 2007 og þá er bara hafist handa við að úthluta verkefnum sem fjármögnuð verða  með vonarpeningum lífeyrissjóðanna. Á meðan lepja höfuðborgarbúar margir dauðann úr skel. Samgöngumiðstöðina skal staðsetja úti í mýri hvað sem tautar og raular og festir hún þar með flugvöllinn of mikið í sessi. Við Reykvíkingar viljum fá að ráða þessu og viljum,ef ekki er hægt að fá borgaryfirvöld í lið með okkur,kjósa um þetta beinni kosningu. Satt að segja hélt ég að það væri búið að koma vitinu fyrir hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband