Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ylræktarver í Helguvík

Orð og hugmyndir eru til alls fyrst. Burt séð frá því hvað fólki finnst um stóriðju og virkjunarframkvæmdir henni til handa er komin upp klemmustaða við Helguvík. Þar hefur hefur risið mikil bygging sem hýsa á álver í framtíðinni. Það var reist í töluverðri fljótfærni þegar mikil óvissa var um orkuöflun fyrir það og jafnframt flutningslínur. Nú er hægt að reikna út flesta hluti þegar kemur að framkvæmdum en ég held að fáir fagmenn treysti sér til að "slá á" það hvenær álverið kemst í notkun,jafnvel einungis fyrsti áfangi. En það er hægt að reikna út hvort hagkvæmt væri að breyta byggingunni í ylræktarver tímabundið. Þarna er allt til alls til að koma því af stað, jarðhiti og orka og núverandi flutningslínur sem mundu örugglega anna allri orkuþörf. Nú veit ég ekki hve mikla orku slíkt ver notar en lýsing allan sólarhringinn tekur sitt. Þarna væri framleitt til útflutnings og ekki er langt í flugvöll eða höfn. Eigandi byggingarinnar, Norðurál gæti fengið íslenska hluthafa og þá sem þekkingu hafa í lið mér sér. Ekki þarf að fjölyrða um öll störfin sem skapast. Ég nefndi þessa hugmynd við félaga mína hjá Hægri grænum og spurði í leiðinni hvort unnt væri að finna " meiri hægri græna framkvæmd". Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri.

SAMNINGAR VIÐ LÁNASTOFNANIR FREKAR EN BÍÐA DÓMS UM VERÐTRYGGINGUNA

Oft ná aðilar að semja um ágreining frekar en að láta reyna á úrskurð dómstóla. Stundum er það til bóta, stundum ekki. Í tilfellinu um Icesave borgaði það sig fyrir þjóðina svo um munaði. Enginn gat þó verið fullviss um niðurstöðuna fyrirfram og því var samningaleiðin farin fyrst og það í þrígang.    Nú eru þrjú mál á leið fyrir dómstóla til að skera úr um lögmæti verðtrygginar ( vt.)  þetta er gríðarlegt hagsmuna mál lántaka og lánveitenda sem og ríkis vegna ÍLS en verði vt. dæmd ólögleg langt aftur í tímann verða afleiðingarnar geigvænlegar. Nú hafa bankarnir skilað lítilræði af vaxtakostnaði til baka, nú síðast Íslandsbanki en illa staddur Íbúðalánasjóður hefur ekkert gert,heldur bara áfram að hrekja fók sem er í vanskilum úr húsnæði sínu og innheimta afborganir af stökkbreyttum höfuðstól.                                         

Það er vitað um hvaða fjármuni er að tefla, afleiðingar tengingar vt. við neysluvísitölu þegar gengi fellur um helming og verðbólga og vt. vextir fara úr böndum ásamt lækkun húsnæðisverðs. Erfitt verður að bæta  tjón þeirra sem misstu húseignir eða fyrirtæki vegna oftekinna peninga fjármálastofnanna í og eftir hrun. Ég legg til að þeir ágætu lögmenn sem tóku að sér að reka vt.málið fyrir dómstólum og var ekki auðveld ákvörðun fyrir þá, þeir myndi teymi í umboði lántakenda og bjóði fjármálastofnunum, ÍLS og lífeyrissjóðum til samninga. Ég er ekki viss um að pólitískar ákvarðanir eftir kosningar og eftir niðurstöður dómstóla verði málsaðilum til hagsbóta. Afnám verðtryggingar er svo annað mál.


Losnum við úr ánauðinni ?

Vil benda á frábæra grein eftir Valdimar K Jónsson fyrrverandi prófessor í Mbl 14 mars. Þar skýrir hann þá hluti sem þarf að skýra um tilurð verðtryggingar og afleiðingar hennar vegna tengingar hennar við neysluvísitölu. Einnig sýnir hann glögglega á línuriti þróun hennar.  Nú vil ég spyrja nokkurra spurninga sem við þurfum að fá svör við sem fyrst.

1. Hvers vegna eiga lántakendur, sem bæði áttu lán frá því löngu fyrir hrun og þeir sem tóku ný 2005 -2007 að taka þennan stóra skell sem varð við hrun fjármálafyrirtækja, ÍLS og sumra lífeyrissjóða ?

Bankarnir sem voru komnir í tífalda þjóðarframleiðslu með velþóknun ríkisvaldsins, sem sáu fyrir sér landið sem fjármálamiðstöð. Þegar lánalínur lokuðust frá erlendum bönkum hrundi allt ( kannski sem betur fer, annars hefði ástandið bara versnað ).

Á grafinu hjá Valdimar sést hve mikilar fjárhæðir fóru úr vösum lántakenda til fjármálakerfisins, aldeilis óforvarendis vegna tengingar við neysluvísitölu sem hvergi er notuð nema hér og er örugglega kolólögleg. Hafði hún þó verið nokkuð til friðs fram til 2005-6 og haldið í við hækkun húsnæðisverðs.

2. Hvers vegna er þessum peningum ekki skilað umyrðalaust ?

Fólk tók lán í góðri trú um að verðbólga héldist óbreytt, um 2 % og þeir sem voru vantrúaðir á það tóku lán í erlendri mynt og á lágum vöxtum. Þeir fengu leiðréttingu, hinir eru eftir.

3. Hvers vegna eru sumir stjórnmálamenn að draga lappirnar hvað það varðar og benda í staðinn á að ekkert geti lagast nema að fá nýjan gjaldmiðil með inngöngu í ESB ?

Í kvikmyndinni Lincoln sem fjallar um forsetann og afnám þrælahalds í Bandaríkjunum kom berlega í ljós að þingið þorði tæpast að gefa þeim ánauðugu frelsi, " vegna þess að þingið vissi ekki hvað tæki við þegar þeir yrðu frjálsir menn."  Frjáls, loksins frjáls, sögðu bandarísku leysingjarnir að fengnu frelsi. Er tími okkar lántakenda kominn ? Vonandi er það sem tekur við að verðtryggingunni afnumdri og leiðréttingu skulda, mun betri hagstjórn !  X G

 

 


Búinn að fattaða !

Söðugt bætast við ný framboð og þykir stefna í 20 flokka kosningar. Öll þau nýju ætla sér að að klífa 5 prósenta múrinn háa og koma fulltrúa á þing. Gott væri ef það tækist. En hvers vegna öll þessi framboð núna ? Jú, þetta er greinilega önnur birtingarmynd búsáhaldarbyltingarinnar frá því fyrir fimm árum. Fólki finnst það svikið af fjórflokknum. Verðtryggingin, skjaldborg heimilanna, leiðrétting lána, skattahækkanir, hækkanir skulda ríkissjóðs og nú síðast stjórnarskrármálið. Nú stofnar fólkið flokka í stað þess að berja tunnur, potta og pönnur. En eru menn tilbúnir að taka til starfa á Alþingi og moka hinn pólitíska flór undir stöðugu skítkasti ?

Reglusami leigusalinn

Oft vill staða manna í þjóðfélaginu verða misjöfn og af misjöfnum ástæðum. Stundum vill það verða fyrir atbeina ríkisvaldsins, sem oftar en ekki, leitar sér skatttekna. Það getur gripið til þess ráðs að hækka skatta á tóbaki, víni og  bensíni  jafnvel á því öllu í sömu vikunni. 

Þetta kemur sér mjög illa fyrir leigjanda einn sem er frekar vínhneigður og gott ef hann reykir ekki í þokkabót. Auk þess er bíll hans gamall orðinn og eyðir miklu bensíni. Þessi tekjuöflun ríkisins kemur því illa við pyngju hans. Ekki er nóg með það heldur hækkaði húsaleigan á íbúðinni enda er hún tengd hinni alræmdu neysluvísitölu sem hækkaði heilmikið við að ríkissjóður vildi afla sér tekna á áðurnefndan hátt. Lenda afleiðingar því af tvöföldum þunga á leigjandanum sem reyndar má ekki við útgjöldum sem hann átti alls ekki von. Fljótlega má hann svo reikna með að gamla bílalánið hækki þegar bankinn hefur reiknað það út.

Leigusalinn aftur á móti er reglusamur og ekur um á nýjum bíl sem eyðir svo til engu, borgar varla nokkra skatta af af honum og fær auk þess frítt í stæði þegar hann þarf að leggja í miðbænum.   Skyndilega aukast greiðslur inn á reikninginn hans fyrir húsaleiguna og áfram á hverjum mánuði, allt frá því að skattahækkanirnar ríkisins tóku gildi. Ekki hefur hann þó sjálfur gert mikið, jafnvel ekkert til að þéna þessa umframpeninga. Nú vitum við ekki hvort þessi ímyndaði leigusali hafi tekið stór lán í banka til að fjármagna íbúðina og bílakaupin en þá verður dæmið flóknara og er aðeins fyrir þá sem  lengra eru komnir í hagfræðunum.     

Auðvitað er þetta dæmisaga, leigjandinn er almennur lántakandi en leigusalinn er banki. 


Verðlaunum Ólaf Ragnar forseta.

Eftir að sigur vannst fyrir EFTA dómstólnu í morgun eru margir til kallaðir sem geta talist björgunarmenn þess að við lentum ekki í því að greiða þessi ósköp. Sjá t.d. blogg Halldórs Jónssonar í dag. En auðvitað er það Ólafur Ragnar sem á mestan heiðurinn  ásamt því ákvæði stjórnarskrárinnar sem gerði kleyft að hann gat gripið í taumana eftir samþykkt Alþingis. Verðlaunum hann nú með því að byggja góða sundlaug á Bessastöðum þar sem forseti vor og þeir sem síðar koma geta stundað  laugarferð og sundíþrótt ásamt gestum sínum í friði. Til hamingju Ísland og til hamingju Ólafur.

 


Ótímabærar yfirlýsingar Guðbjarts um leiguíbúðir á vegum ÍLS

  Kaupendur íbúðanna misstu þær í hendur Íbúðalánasjóðs vegna vanskila og sama á við um íbúðir byggingafélaganna vegna breytinga á fasteignamarkaði og vegna offramboðs. Það er talað um 1600 íbúðir og aðrar 1500 " á leiðinni" ! Þá eru ótaldar allar þær íbúðir sem bankarnir hafa leyst til sín og ganga nú kaupum og sölum og þykja góð fjárfesting. En þeir sem lögðu "blóð svita og tár" í að eignast þak yfir höfuðið eru hinir eiginlegu eigendur en misstu húsnæðið vegna óðaverðbólgu-skots fyrir og eftir hrun sem breyttist í eignaupptöku. Og þeir sem enn halda íbúðum en eru skuldsettar eiga í miklu basli. Og hvers vegna er allur þessi forsendubrestur ? Eru það ekki sjálfsögð mannréttindi hér sem annarsstaðar að fólk geti eignast eigið húsnæði eða leigt það á sanngjörnum og viðráðanlegum kjörum ? Verðtrygging húsnæðislána hefur gert ógæfumunin.   Á tímabili botnfraus fasteignamarkaðurinn þar til bankarnir hófu að bjóða óverðtryggð lán. Nú verður varla snúið til baka með óverðtryggð lán en stóra spurningin er hvað ÍLS gerir. Verður honum breytt í leigufélag með þær íbúðir sem hann hefur eignast og þá á vafasömum forsendum?

  Loksins eru þrjú dómsmál hafin vegna verðtryggingar á útlán sem talin eru brjóta neytendalöggjöf hér sem og innan EES. Ógjörningur er að ímynda sér áhrif af niðurstöðu dóms verði hann jákvæður fyrir þá, sem misst hafa húsnæði sitt en einnig þeirra sem hafa náð að standa í skilum, dæmist verðtryggingákvæði íbúðalána ólöglegt.  

Sú krafa hefur verið lengi uppi að um 43 % umframhækkun höfuðstóls og vaxta frá 2007 verði leiðrétt en stjórnvöld hafa hummað það fram af sér enda risavaxið viðfangsefni. Það er því hugsanlegt að íbúðir sem ÍLS hyggst leigja út komist aftur í hendur fyrri eigenda. Það er rétt sem bent hefur verið á, það verður að stokka upp húsnæðismál frá grunni en áður verður að leysa vanda síðustu ára og þeirra sem misst hafa eignir sínar.

 


Nýr Landspítali við Hringbraut - eða annað í hans stað

 Að samþykktu deiliskipulagi á lóð nýs spitala við Hringbraut mætti halda að nokkur alvara væri komin í þetta þrætumál til margra ára. Fólk hefur ekki síst deilt um staðsetninguna, byggingarmagn og kostnað við framkvæmdina auk aukinnar umferðar um svæðið og aðgengi. Aðrir kostir eru fyrir hendi svo sem að auka við byggingar á gömlu lóðinni og horfa þá til að að bílastæði verði í bílastæðahúsum að mestu sunnan gömlu Hringbrautar. Nýta landspítala í Fossvogi áfram og og bygga við hann ef þurfa þykir. En það sem ég vil leggja aðaláherslu á hversu verðmætt og mikilvægt þetta land er sem fer undir nýja spítalann. Það er kjörið fyrir stækkun Miðbæjarkjarnans og ekki síst fyrir hótelbyggingar sem erfitt er um vik að reisa í Miðbænum, samanber mótmæli vegna skipulags við Ingólfstorg og við Hörpu. Vil ég sérstaklega nefna þessa lausn vegna þess að allt stefnir í síaukna aðsókn ferðamanna til landsins. Að mínu mati er það skipulagslys að reisa spítalann þarna eins og til stendur og nýta ekki þetta dýrmæta landsvæði á annan og betri hátt. Sjá einnig grein mína á Mbl.is frá í gær.             

 

 

 

 

 

 


Nýr Landspítali við Hringbraut - eða eitthvað annað ?

Mikið hefur verið rætt um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut undanfarin misseri. Alveg síðan fyrrverandi forsætisráðherra hóf umræðu um að nú væri rétt að fara í byggingu hátæknisjúkrahúss.  Síðan hafa verið farnir nokkrir hringir hjá ríki og borg varðandi skipulag reitsins og ófá samkeppnin haldin. Menn hafa verið á launum við að viðhalda verkefninu sem nú er komið á þann reit að það hefur fengið jákvæða afgreiðslu hjá borgaryfirvöldum. Ýmis rök, með og á móti, skipulagsleg, umferðarleg og læknisfræðileg hafa sést í umræðunni. Allt frá því að " Könnin meðal starfsfólks leiddi í ljós að það gæti vel hugsað sér að koma hjólandi eða gangandi í vinnuna". Þar með leystust umferðarmálin. "Nú, hátæknisjúkrahúsið kostar ekki mikið meira en Íbúðarlánasjóður þarf á að halda á næstunni. Þetta eru smámunir !"  Þar með fuku fjárhagsrökin fyrir lítið. Undirritaður hefur jafnvel blandað sér í umræðuna og það oftar en einu sinni.

En nú held ég reyndar að þessi pistill sé orðin nógu langur fyrir flesta að lesa, þannig að sá næsti mun fjalla nánar um hugmyndina á nýtingu reitsins milli Hringbrautanna tveggja. Sá birtist innan tíðar.


Það er undarlegur andskoti....

.....að þegar lítið sem ekkert er byggt af nýju húsnæði, skuli hækkun byggingarvísitölu um 3.5 %,      (0.5 % frá fyrra mánuði ), vega þungt í neysluvísitölu sem aftur leiðir til hækkunnar lánanna okkar þrátt fyrir aðeins örfáir standi í byggingarframkvæmdum.

 Auðvitað er þetta dæmi um að útilokað er að útbúa hina fullkomnu neysluvísitölu og þess vegna eru þær, að mínu mati, allar lögleysa. Ekki síður er alvarlegt að lítill sem enginn hvati verður til  bygginga á næstu árum vegna síaukins kostnaðar. Ennþá minni hvati verður fyrir allan almenning að kaupa sér nýtt húsnæði. Húsnæði sem greitt er fyrir með lánum á okurvöxtum, samansettum af föstum vöxtum og verðtryggingu. Spor síðustu ára ættu að hræða fólk nægilega til þess, þar eð þúsundir íbúða hafa endað í "faðmi " lánastofnanna en eigendur þeirra hafa endað eignalausir og jafnvel á götunni. Ástandið er þjóðhagslega mjög alvarlegt og verður aldrei of oft ítrekað við stjórnvöld. Stjórnvöld sem ennþá eru ekki komin upp úr hrunförunum frá 2008 og hafa því í ótalmörgu að snúast.


mbl.is Vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband