19.7.2009 | 12:03
Tónninn gefinn
Þá höfum við fengið nokkur viðbrögð frá Evrópusambandinu varðandi hugsanlega inngöngu Íslands.
1.Móðgun við Tyrki fáum við að skjótast fram fyrir þá og sama gildir um Króatíu.
2.Stjórnmálaflokkur í Bæjaralandi og í Hollandi lýsa sig andsnúna inngöngu Íslendinga yfirleitt.
3.Bretar og Hollendingar eiga auðvelt með að fá aðrar aðildarþjóðir til að hafna okkur nema við gerum upp Icesave á þeirra forsendum.
Niðurstaðan; þetta getur tekið mörg ár og enn fleiri þangað til við fáum evruna,sem er helsta keppikefli sumra og röksemd fyrir inngöngu. það má vel ímynda sér uppstillingu ESB í fyrstu samningum þannig: Borga Icesave, láta af hendi auðlindir til lands og sjávar ella getið þið átt ykkur. Síðan er spurning hvort við náum nokkurn tíman að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evrunnar. Íslenskir stjórnmálamenn hljóta að átta sig á því,þrátt fyrir einbeittan inngönguvilja, að þjóðin segir NEI þegar þar að kemur.
4.7.2009 | 20:59
HÖLL KRISTALLANNA
Í morgunblogginu mínu var ég meðal annars að agnúast út í þá kostnaðarsömu framkvæmd sem tónlistar- og ráðstefnuhúsið vissulega er. Einnig það að henni hefur ekki verið gefið nafn við hæfi. Tónlistar-og ráðstefnuhús getur svo sem verið ágætis undirtitill en veigrið okkur við að skíra hana Alþýðuhöll.
Það var svo á golfvellinum í dag að mér datt ágætisnafn í hug. Þessi glerhjúpur sem umlykur hana minnir helst á kristalla og því þá ekki að skíra hana Kristallahöllina eða Kristalshöllina? Þá mætti einnig hugsa sér að kalla bygginguna Kristallinn. Nafnið er þjált og enska heitið gæti eins verið Crystals Hall eða Crystal Hall í kynningum til útlendinga. En finni einhver betra nafn en þetta er ég sáttur við það, eins og maðurinn sagði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.7.2009 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2009 | 11:36
Frá Evu Joly til Alþýðuhallar
Ekki er öfundsvert hlutskiptið hennar Evu að hafa uppá orsökum íslenska bankahrunsins og hvort þar hafi verið framið eitthvað kriminelt,sem síðan hefur haft þær afleiðingar að ekkert minna en þjóðargjaldþrot er handan horns. Ég sé hana fyrir mér,sérstaklega hafi hún fengið að sjá alla Spaugstofuþætti síðustu ára í norskri eða franskri þýðingu. Þar mátti sjá, næstum í beinni útsendingu hvað var að gerast á hverjum tíma. Ég sé hana fyrir mér ljúka langri og kostnaðarsamri skýrslu, þreytuleg á svip með orðunum; " Ég álít að á fyrsta tug nýrrar aldar hafi íslenska þjóðríkið gengið gjörsamlega af göflunum og verkefni mitt hafi frekar átt að vinnast af þjóðfélagsfræðingum og þjóðarsálarfræðingum ef þá er einhversstaðar að finna."
Hverjum öðrum en okkur hefði dottið í hug að að reisa hér Tónlistar-og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd að verðmæti 13 til 30 milljarða ef allt er með talið. Ef þú selur 1000 miða á 3000 krónur hvern dag ársins leggja tekjurnar sig á rúman milljarð en einungis 156 milljónir náir þú að fylla salinn vikulega og það segir lítið upp í kostnað. Og nú nefna menn "húsið",sem reyndar er vannefni, Alþýðuhöll eða Public Palace uppá enska tungu. Að vísu verður það alþýðan sem fyrir það greiðir, en má ég nú biðja um þjálla nafn. Helst þurfa útlendingar að geta sagt þetta skammlaust, því að ætlunin er að þeir verði þar mikið á ferðinni.
19.6.2009 | 23:18
ICESAVE ÚTREIKNINGAR
ICESAVE ÚTREIKNINGAR
Til að átta sig á alvarleika málsins, að hafa ekki komið Icesave reikningunum í breska og hollenska lögsögu í tæka tíð þegar innlán þeirra tóku að vaxa okkur yfir höfuð,vil ég sýna hér með einföldum hlutfallareikningi hvers eðlis afleiðingarnar eru. Hér eru teknar brúttó vaxtaberandi skuldir.
700 milljarða skuld okkar í Bretlandi á mann: Bretar eru 61,1 milljón sem er því 11.500 krónur á hvert mannsbarn. Sama skuld á hvern Íslending er kr 2.195.000.
210 milljarða skuld í Hollandi á mann: Hollendingar eru 16.1 milljón sem er kr. 12.700 á hvert mannsbarn. Sama skuld á hvern Íslending er 658.000 krónur.
Stór spurning varðandi nýafstaðnið samningaferli er hvort viðsemjendur okkar hafi gert sér grein fyrir hversu fámenn við erum enda þótt íslenskir kaupahéðnar hafi hagað sér sem væru þeir fulltrúar milljónaþjóðar. Útlendingar eiga erfitt með í fyrstu að átta sig á að við, þessi fyrirferðarmikla þjóð, sé ekki talin í milljónum íbúa. Með þessu er ég ekki að segja að við eigum ekki að komast að samkomulagi við þessar vinaþjóðir en það má heldur ekki koma okkur endanlega á vonarvöl.
Mikil er ábyrgð Alþingis þessa dagana.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2009 kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2009 | 16:56
Skammgóður vermir
Ein flokka stefnir Samfylkingin óskipt til viðræðna við ESB og í framhaldinu á inngöngu. Óneitanlega finnst manni að samningarnir í Icesave deilunni séu að hluta til gerðir til að þóknast bæði Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Annars vilji þeir ekkert við okkur tala né af okkur vita. Og þetta er ansi stór blokk að fá á móti sér. En hvað með næsta leik í stöðunni ? Er ekki einsýnt að andstaðan gegn aðild eykst við þennan gjörning, sem hálfpartinn er verið að neyða upp á okkur. Á endanum verður aðildin að ESB líklega kolfelld í þjóðaratkvæði. Við sitjum þá uppi stórskuldug með Icesave en engan aðgöngumiða að sambandinu og gjaldmiðil sem mestar líkur eru á að veikist fremur en hitt en skuldir sem vaxa þá í réttu hlutfalli við veikinguna.
10.6.2009 | 12:04
Gleymum ekki verðtryggingunni
Áður hef ég imprað á því að verði niðurstaðan sú að við viljum ganga inn í Evrópusambandið, förum við ekki þangað inn án skilyrða. Eitt þeirra er verðtrygging lána, sem er séríslenskt og tilbúið fyrirbæri og sérstaklega ætlað til að tryggja innistæður sem og verðbótaþátt lána.
Nú er hún að koma illilega í bakið á fólki, þó ekki eins illilega og lántökur í erlendri mynt. Verðum við ekki að losa okkur við hana á nokkrum árum? Framsóknarflokkurinn vill skera niður (afskrifa) 20/100 af skuldum, sem er skekkjan sem varð til í hruninu. Ef það er unnt er það ágætt. Önnur leið er að minnka vægi hennar í vaxtaþættinum um td. 33/100 á ári í þrjú ár. Þá yrði hún úr sögunni að þremur árum liðnum og þá verður hún ekki fyrirstaða í samningum við ESB.
Síðan má hugsa sér leiðréttingu,sem tekur mið af neyslu, ekki hækkunum. Þá lækkar hún snarlega þegar húsnæðisþátturinn ( byggingarkostnaður ) og innflutningur t.d. bíla og annara dýra tækja dregst saman um segjum 80/100. Þá ætti verðtryggingin sem byggist á neysluvísutölu að lækka mikið. Ef enginn bíll er fluttur inn á "neysla" á bílum að vera 0 en ekki að birtast sem 50/100 eða 50% hækkun á þætti bíla í "neyslu" vegna samsvarandi lækkunar krónunnar.
6.6.2009 | 12:27
Erlendar skuldir
Þessar Icesave og Kaupþing Edge skuldir bankanna eru grafalvarleg mál. Þó trúi ég því ekki að Svavar Gestsson hafi farið með fullt umboð til London og komi heim með skjal / samning þar sem á stendur neðst: F.h íslensku þjóðarinnar S G. Þetta hlýtur að fara fyrir Alþingi. Síðan má spyrja okkar visvitru stjórnmálamenn síðustu ára og áratuga; Hvernig gat það gerst að þegar evran var tekin upp af aðildarlöndum ESB, löngu eftir að Ísland hafði gerst aðili að EES og samþykkt 3/4 hluta reglugerðanna, hvers vegna kröfðumst við þess ekki að fá aðild að myntbandalaginu og að taka þar með upp evruna? Þetta fer augljóslega ekki saman að vera með allar þessar skuldbindingar án hennar. Með öðrum orðum og til einföldunar; Er hægt að finna þjóð í verri stöðu en við Íslendingar erum í? Samt erum við í EES sem átti að vera draumalandið ?? !! Ég spyr.
3.6.2009 | 11:10
Hvernig má leiðrétta fasteignabóluna.
Eitt af því sem fór algjörlega úr böndum í gróðærinu var fasteignamarkaðurinn. Þar ætluðu allir að maka krókinn svo um munaði. Eitt sinn var viðkvæðið " að lækka byggingakostnað " nú gekk allt í þá átt að hækka hann. Sveitarfélögin ætluðu að stórgræða á úthlutun lóða, sem urðu allt of dýrar og allt of margar. Þær koma því í bakið á þeim sem þungur skuldabaggi. Allir sem að byggingum komu vildu maka krókinn og allt í einu gat fermetir í nýbyggingum kostað allt að hálfri milljón eða 50 milljónir fyrir 100 fm íbúð. Þetta þótti rakinn gróðavegur. Í þessu tilfelli átti eigandi einbílishúss að selja það og kaupa lúxusíbúð fyrir aldraða fyrir kaupverðið. Krónan var sterk og myntkarfan vænlegur kostur. Síðan féll allt, líkt því að kvikni í timburhúsi á mörgum stöðum í einu og ekkert verði við ráðið. Þeir sem að þessu stóðu geta sætt sig við að taka á sig skellinn og vita upp á sig sökina.
Það gerir hins vegar unga fólkið ekki,sem undir eðlilegum kringumstæðum væri að koma sér upp sinni fyrstu íbúð og ætti að horfa bjartsýnisaugum til framtíðar. Það grátlegasta við þetta er að byggingarvísitalan virkar að fullu á verðtryggð lán þar sem "neysluvísitalan" mælir aðeins hækkanir og í stöku tilfalli lækkanir, en alls ekki neyslu. Það er ekki sama hvort seldar eru 100 íbúðir á ári eða t.d. 2000 á höfuðborgarsvæðinu. Þær tölur mæla neyslu. Ég legg til að ríkið, sem hvort eð er hefur fengið allt upp í fangið, jafnt banka sem fyrirtæki hugi að byggingu íbúða fyrir ungt fólk og í því tilfelli verði "mannauðurinn" nýttur til að byggja á sem hagkvæmastan (ódýrastan) máta þannig að unga fólkið geti eignast þær íbúðir og greitt af hóflegum lánum á hóflegum vöxtum. Jafnframt verði verðtryggingin afnumin í áföngum. Ekki trúi ég að við getum drattast inn í ESB með hana í farteskinu !
20.5.2009 | 14:43
Tap eins er annars gróði
Gaman væri ef einhverjir talnaglöggir í bankakerfinu gamla og þeim nýju, í Seðlabankanum og efirlitsstofnunum gætu komist að eftirfarandi og flokkað eftir löndum.
Hvað fór mikið fé, sem tekið var að láni í erlendum bönkum, og síðan lánað íslenskum fyrirtækjum til fjárfestinga erlendis,jafnt til fasteignakaupa sem til hlutabréfakaupa í góðri trú. Væri ekki fróðlegt að vita hvað Danir fengu mikla innspýtingu í sitt hagkerfi, Finnar,Svíar og Norðmenn. Nú, einnig Bandaríkjamenn og Bretar, Eystrasaltslöndin og fleiri lönd. Skyldu þeir ekki hafa tekið þessum fjárfestingum okkar fagnandi. Stærsta spurningin er auðvitað; hvers vegna fór þetta svona illa?
Einungis frá Danmörku heyrðum við niðurlægjandi athugasemdir um útrásina. Merkileg ummæli komu frá Bandaríkjamanni sem spurði hvort við værum enn vinaþjóðir, þrátt fyrir að undirmálslán Lehmans brothers og fall hans hefðu sett íslenska bankakerfið á hliðina. Margar þjóðir eiga okkur gott að gjalda fyrir óðagot útrásarmannanna og skelfing væri áhugavert að sjá þessar tölur á blaði.
26.4.2009 | 13:32