Óheppni hjá okkar mönnum

Evrópumeistaramótið í handbolta er erfiðasta mótið af þeim þremur stóru,hin eru Heimsmeistaramót og Olympíuleikar. Þarna raðast saman sterkustu liðin í íþróttinni og hver leikur er erfiður og engin mótherji er léttur eins og getur orðið í hinum mótunum. Lið Serba og Austurríkismanna voru frábær og auðvitað leikur okkar manna líka. Það var hrein óheppni að missa af sigrinum en stigin tvö telja vel og enn er vel  hægt að komast áfram. Ég held að það hafi slegið marga hversu neikvæður þulurinn var sem lýsti leiknum og best kom fram í viðtalinu við Ólaf Stefánsson. Vona að hann verði á jákvæðu nótunum í leiknum gegn Dönum. Við erum með frábært lið. Hin liðin eru bara líka frábær og afar erfiðir andstæðingar. Verum jákvæð og náum jafntefli eða sigri gegn Dönum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Þetta hefur lítið með óheppni að gera, þetta er miklu frekar óyfirvegun á lokaköflunum og klaufaskapur. Og þér til fróðleiks þá hafa Austurríkismenn verið taldir ein slakasta þjóð Evrópu í handbolta hingað til. En þrátt fyrir arfaslaka frammistöðu okkar manna þá komast þeir áfram, því þeir mega jafnvel tapa fyrir Danmörku með 4 mörkum en komast samt áfram en þá aðeins með 1 stig með sér.

Skarfurinn, 22.1.2010 kl. 12:47

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Heppni og óheppni ræður oft úrslitum sérstaklega í jöfnum leikjum. Ef jöfnunarmark Austurríkismanna var ekki heppnismark þá veit ég ekki hvað. Og óheppni hjá Snorra að skora ekki úr vítinu gegn Serbum. Eins marks sigur Dana gegn Austurríki sýnir styrk þeirra.

Sigurður Ingólfsson, 22.1.2010 kl. 12:59

3 Smámynd: Skarfurinn

Það er eiithvað að slá útí fyrir þér, Danmörk vann Austurríki með 4 marka mun og Serbíu með 5 mörkum.

Skarfurinn, 22.1.2010 kl. 22:49

4 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Sæll Skarfurinn. Þetta er víst rétt hjá þér með úrslit Dana og Austurríkismanna. Þeir náðu þó stöðunni 20- 21 og það er ekki slæmt gegn núverandi Evrópumeisturum.Ef þú sérð þetta; ég spái þeim sigri gegn Serbum í dag !

Sigurður Ingólfsson, 23.1.2010 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband