11.3.2012 | 15:15
Þegar skipuleggjendur missa sig út úr skala
það eru komin 30 - 40 ár síðan fyrstu drög að deiliskipulagi nýs Landspítala sunnan Hringbrautar sáust fyrst á skiplagsuppdráttum. Í framhaldi af því var tekið til við færslu umferðarmannvirkja og byggðar byggðar plássfrekar hraðbrautir, umferðabrú og slaufur ásamt göngubrúm. Það má e.t.v. segja, öllum þessum árum síðar, að þessar framkvæmdir hafi átt rétt á sér. Við viljum jú komast leiðar okkar hratt og örugglega. Flöskuhálsar í umferð tefja þó för, jafnt austan sem vestan nýju Hringbrautar. En lítum á nokkrar staðreyndir varðandi nýja spítalabáknið við Hringbraut.
Reikna má með að heildarkostnaður þessa 235 þúsunda fermetra bygginga flæmis kosti 90-100 milljarða. Höfum við efni á því með tóman ríkissjóð og viðvarandi niðurskurð í heilbrigðiskerfinu? Höfum við efni á því að nýta ekki eldri byggingar spítalans sem og LSH í Fossvogi?
Vil benda á næstu bloggfærslu mína hér á undan um tillögur frá lækni og arkitekt um frekari uppbyggingu á lóð LSH norðan gömlu Hringbrautar. Einnig möguleikum á annari nýtingu svæðisins sem fara á undir nýjan spítala. Auk athugasemda frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fordæmalaust byggingamagn en borgarstjórn á eftir að samþykkja deiliskipulagið.
Það má reikna með, að ekki verði sátt um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll næstu áratugina vegna mililvægi hans fyrir landsmenn alla og vaxandi ferðaþjónustu. Væri því ekki öllu skynsamlegra að nýta þetta svæði frá Njarðargötu að Snorrabraut og er eina byggingarlandið í Vatnsmýrinni svokallaðri sem nýta mætti til uppbyggingar á miðbæjartengdri starfsemi um langa framtíð ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.3.2012 kl. 12:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.