Er ekki nóg komið ?

Manni virðist sem eina ráð seðlabankamanna í peningamálum sé að hækka vexti í hækkandi verðbólgu. Er verið að draga úr neyslu og fjárfestingu sem engin er ? Vextir auk verðbóta á útlánum hafa alltaf verið hreint okur. Og nú er enn gefið í. Eru þessir ráðamenn ekki á því, að rétt sé að halda byggð í landinu ? Er ekki réttara að fólk geti komið sér upp þaki yfir höfuðið  eða þá haldið íbúðarhúsnæði á viðráðanlegum lánum og sambærilegum við nágrannalöndin ? Er aðalatriðið að fjármálastofnanir hafi það gott ? Hvað er að frétta af afnámi eða minnkun á vægi verðtryggingar ? Eru stjórnmálamenn og konur steinsofandi ?
mbl.is Vextir gætu hækkað meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já er þetta bara ekki spurningin um að setja verðtrygginguna á öll laun aftur...

Það er engin vilji hjá Ráðamönnum að vinna fyrir fólkið í þessu svo eitthvað verður fólkið að gera og er þetta leið tildæmis...

Ég segi að þegar verðtryggingin var tekin af almennum launum í landinu á sínum tíma þá fór allt að fara fjandans til í fjárhag heimilana...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.3.2012 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband