Skoðanakannanir og örlög flokka

Nú æsast leikar þegar skoðanakannannir birtast fram að kosningum. Þær verða jafnvel örlagavaldar sumra flokka, sérstaklega nýju framboðanna. Fólk veit nokkurn veginn hvað það ætlar að kjósa en kýs jafnvel flokka eftir því hvernig þeir standa í skoðanakönnunum. Er þá sérstaklega horft til hugsanlegra stjórnarmyndunar ákveðinna flokka. Eða til að styrkja stöðu vissra frambjóðenda.  Nú hafa skoðanakannanir birst ítrekað þar sem einungis er birt fylgi þeirra sem ná 5 % markinu. Þetta er óhæfa og ójöfnuður. Allar fylgistölur á að birta í aðalfrétt. Allir flokkar eru með í kosningunum og hvers vegna ætti að sleppa einhverjum ? Í nýjustu könnun Félagsvísindast. fyrir Mbl kemur fram að þeir flokkar, sem ekki ná 5 prósenta markinu, eru samtals með 12.3 % fylgi. Fylgi allra nýju flokkanna (ásamt Pírötum og Bjartri framtíð ) er samtals 28.5 % eða nærri þriðjungur   "atkvæða". Nú spyr ég, hefur sú skoðun Þorkels Helgasonar og helsta kosningalagasérfræðings okkar, sem birtist nýlega um að ekki þarf að komast yfir 5 prósenta þröskuldinn til að koma að manni, ratað til fjölmiðla ? Hann segir að flokkar þurfi einungis 5 % fylgi til að fá úthlutað jöfnunarsætum. Hins vegar þurfi í hverju kjördæmi ca 8-11 prósenta fylgi til að ná manni á þing !

Það er mikil reiði í þjóðfélaginu og fólk kallar á breytingar. Margt hefur verið vel gert á þessu kjörtímabili en annað hefur gjörsamlega misfarist. Við hjá Hægri grænum erum með tímasettar lausnir en ekki eingöngu loforð um betri tíma í óráðinni framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband