Á því leikur enginn vafi að Ómar Ragnarsson er fjölfróðasti, afkastamesti og fjölhæfasti Íslendingur vorra tíma. það var gæfa þjóðarinnar að hann skyldi hætta í lögfræði á sínum tíma og snúa sér að öðru. Svo fjölhæfur er hann að starfsheiti hans "fréttamaður" nær ekki yfir nema brotabrot af hans ferli. Ég er heldur ekki viss um hvort honum hafi verið veitt fálkaorðan. Ástæða þess er að manni finnst það svo sjálfsagt að það hafi verið gert, að maður lagði það ekki á minnið. Ekkert fann ég um þá veitingu nema grein í blaði þar sem greinarhöfundur taldi líklegt að Ómar hefði hlotið hana. Samt var höfundur ekki viss en fannst réttast að hann fengi orðuna aftur, væri slíkt hægt en nú fyrir annað framtak.
Er ekki óhætt að heiðra manninn, sem enn er að þótt hylli undir starfslok, með doktorsnafnbót við íslenskan háskóla ? Getur einhver hugsað sér síðustu áratugina hér á landi án Ómars Ragnarssonar? Fólk hefur fengið doktorsnafnbót af minna tilefni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.