Skæruverkföll

Í nokkrar vikur hafa staðið yfir verkföll lögfræðinga hjá skrifstofu sýslumanns sem og dýralækna. Þessar stéttir sem enginn þarf að efast um að hafi góð laun draga vagninn fyrir fjölmennar stéttir innan BHM.Þetta er nýung í launabaráttu fjöldans sem getur haldið sínum launum á meðan fáir vellaunaðir valda sem mestum skaða og þrýsta mikið á samningsaðila ríkisins.

Mótspil ríkisins gagnvart sínum viðsemjendum er að setja lög á verkföll og atvinnurekendur geta sett verkbann á sitt fólk þar sem fáir berjast fyrir heildina.Núverandi ríkisstjórn hefur gert sitt besta til koma efnahagslífinu á betri stað en það virðist ekki duga til að hafa áðurtalið launafólk ánægt. Manni finnst sem hugsunin hjá þeim, sem þegar eru með laun vel yfir meðallaunum, hugsi sem svo eða forusta þeirra. það væri fínt að fá hærrilaun en best væri að koma ríkistjórninni frá.Það stefnir í óefni vegna skæruverkfalla og ríkisstjórnin má til að taka í taumana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband