23.5.2008 | 21:43
Verðbólga,velferð og frjáls markaður
Já,verðbólgan fer vaxandi,gengið rokkar til og frá og dýrtíð vex. Seðlabankinn sendir frá sér gleðitíðindi um að stýrivextir haldist samt óbreyttir. Hvílíkt ! Hefði nú ekki mátt láta almenning í landinu njóta vafans eins og gjarnan er sagt þegar náttúruna ber á góma og bara prufa að lækka þá og sjá hvort virkilega allt fari á verri veg.
Nei, hæstu vexti í heimi skulum við áfram hafa. Undirritaður nær varla leikmannstitli í efnahagsmálum en vogar sér samt að halda því fram að undirrót verðbólgunnar séu allt of há laun
margra stétta í landinu. Það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað greiða má fyrir þjónustu og hversu há meðallaun eða hærri mega vera. Þau hljóta að taka mið af þjóðarframleiðslu og ef þau fara langt fram úr henni hlýtur verðbólga að fara á stjá sem nú og skakka leikinn, langflestum til óþurftar.Þetta ástand bitnar mest á þeim ,sem hafa tekjur neðan ákveðinna marka en eru samt stór jafnvel stærri hluti þjóðarinnar. Við höfum á undanförnum árum séð dæmi um ofurlaun ýmissa stétta, nú síðast í vikunni af harðduglegum lækni sem þjónustaði tæpa 60 skjólstæðinga samdægurs. Ég þori ekki að endurtaka hvað hann bar úr býtum en þetta var forsíðufrétt. Undirritaður hefur sagt það áður og segir enn; Það má ekki gefa græðginni lausan tauminn í skjóli frjáls markaðar. Jöfnuður og velferð sem flestir vilja búa við er í húfi. Eins og ástandið er nú verður að setja á tvö eða fleiri skattþrep til að stemma stigu við óhóflegum launum. Það getur ríkisstjórnin gert í stað þess að einblína til Seðlabankans um að leysa vandann, nema að það sé þannig að sá sem í dag stýrir stjórn sé ekki búinn að venja sig af því að þar sitji yfirboðari hans og að sá leysi mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel orðað sko!
Julie, 23.5.2008 kl. 23:51
Takk fyrir commentið :) Nú er ég búinn að blogga um Evrovisin
Sigurður Ingólfsson, 25.5.2008 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.