Stjórnlagaþing og kjördæmaskipan

Það stefnir í stjórnlagaþing og þá kemur ekki til með að vanta hugmyndir frá okkur bloggurum. Fjallháir staflar af tillögum eru efalaust þegar til frá þjóðfundum undanfarinna missera og margar þeirra efalaust góðar. Ekki veit ég hvort þessi tillaga mín um nýja kjördæmaskipun er þar inni en ég má til með að láta hana flakka, ekki síst til að losna við hana, og það er svo annarra að huga að því hvort hún er nýtileg.

Kjördæmaskipan verður efalaust á dagskrá, allt frá því að hafa landið  eitt kjördæmi og upp í óbreytt ástand. Varla verður kjördæmum fjölgað frá því sem nú er. Tillaga mín er að landið verði tvö kjördæmi og þá sem næst því að vera jafn mannmörg. Þetta næst með því að Reykjavíkurkjördæmin tvö ásamt Mosfellsbæ og Norðvesturkjördæmi verði að einu kjördæmi. Hitt kjördæmið verði þá gert úr núverandi Suðvestur- ( án Mosfellsbjar ) Suður- og Norðausturkjördæmi. Hvort kjördæmi hefði þá um 95.000 kjósendur svo jafnara gæti það ekki orðið. Til að hafa oddatölu þingmanna yrði það að ráðast hvort kjördæmið hefði einum þingmanni fleira og það yrði það kjördæmi sem hefði fleiri greidd atkvæði. Það er of mikil breyting í einu stökki að gera landið að einu kjördæmi.Með þessu fyrirkomulagi tel ég að koma megi í veg fyrir frekara kjördæmapot og kosningaloforð sem með öðru eru langt komin með að setja þjóðina á hausinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband