Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.10.2012 | 13:58
Er tímabært að taka upp nýíslensku ?
Thegar mer datt ordid nyslenska i hug, var tolvan min i olagi og ekki unnt ad skrifa serislensku stafina. Tha var ekki um annad ad raeda en nota SMS- islensku eda nyslensku en ordid hljomar alls ekki illa. En i alvoru talad eda ollu heldur skrifad, er ekki timabaert ad athuga hvort ekki megi adlaga islenskuna skandinavisku malunum og ensku sem ordin er alheimstungumal ekki sist vegna tilkomu alnetsins. Storaukin ferdathjonusta innanlands og onnur althjodleg samskipti kallar hreinlega a nokkrar breytingar a okkar astkaera og fallega tungumali. Nordmenn toku staerri skref thegar their toku upp nynorsku i upphafi seinustu aldar. Breytingarnar a islenskunni gaetu komid i nokkrum skrefum.
A minni aevi ( 2 / 3 ur old ) hefur ekkert breyst i tungumalinu nema hvad Z var aflogd, med miklum motmaelum tho. Greinarmerkjareglum hefur einnig verid breytt og malid hefur throast nokkud medal almennigs en ekki med fyrirmaelum " ad ofan". Mikil fjoldi nyyrda hefur baest vid malid enda er gerd theirra alltaf verid helsti styrkur og serkenni islenskunnar.
Nu skira foreldrar born sin i auknum maeli nofnum sem eru althjodleg eda islenskum nofnum sem audvelt er ad bera fram og lesa fyrir utlendinga. Hverfa tha gomlu godu islensku mannanofnina med serislensku stofunum a naestu aratugum ? Hvernig vaeri ad setja thessa hugmynd i nefnd islenskufraedinga, sem reyndar eru med ihaldssomustu starfstettum og fa tha i lid med okkur i nutimavaedingu islenskunnar. Mannanofn og stadarnofn aettu ad vera efst a bladi og nota i theim eingongu latnesku stafina en halda oinu ( Ö ). Naesta skref yrdi svo ad haetta ad beygja manna- og stadarnofn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.11.2012 kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2012 | 20:45
Hvar eru mótmælendur nú ? Þjóðarmorð í Sýrlandi
Næstum daglega berast okkur fréttir af blóðugum átökum í Sýrlandi. Þar djöflast einræðisherra sem þekkir ekkert annað en að hann sé réttborinn til valda um aldur og ævi við að murka lífið úr samlöndum sínum. Til þess notar hann heraflann útbúinn vopnum að mestu frá Rússlandi. Eins og hann haldi að bráðlega vinni hann sigur og þá verði allt sem fyrr. Eins og forsætisráðherra Tyrklands sagði fyrir nokkru síðan; Assad er pólitískt búinn að vera. En það er ekki nóg, það verður að stöðva hann.
Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi sem vildu halda áfram arabíska vorinu svonefnda eða lýðræðisbylgjunni stóluðu efalaust á stuðning Vesturveldanna. Að þau gripu inn í líkt og þau gerðu í Lýbíu og komu þannig í veg fyrir þjóðarmorð af völdum Gaddafis. Nú er öryggisráðið og SÞ máttvana vegna neitunarvalds Kína og Rússlands og geta ekki framfylgt ályktunum um að grípa inn í á afgerandi máta. Utanríkisráðherra okkar Össur Skarphéðinsson hélt merka ræðu um þetta ástand nýlega á þingi SÞ. Ekki verður vart við nein viðbrögð almennings gagnvart framgangi Rússlands og Kína. Engin mótmæli almennings við sendiráð þeirra,engar viðskiptahindranir annarra stórvelda, engar refsiaðgerðir. Einungis máttlitlar yfirlýsingar stjórnmálamanna á meðan sýrlenska þjóðin berst á banaspjótum ólýsanlegra hörmunga. Hvar eru mótmælendur nú ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2012 | 10:37
Athafnir í stað orða 3. grein
Það harðnar á dalnum þegar fólk kemst á lífeyrisaldur og þarf að hætta að vinna. Ef það hefur safnað skuldum eða þarf að leigja sér húsnæði auk þess að reka bifreið þá hrekkur lífeyrir skammt. Hann er líka langt frá því að ná lágmarks framfærsluviðmiðum. Í þessum greinum snúast skrif mín um háa vexti auk verðtryggingar á þá og athafnaleysi stjórnvalda að taka á þeim vanda. Verðbólga er ekki séríslenskt fyrirbæri en það er verðtryggingin. Erlendis er væg verðbólga til marks um að hagvöxtur er í gangi en það eru talin hættumerki ef hún nálgast núllið eða verður neikvæð.
Kaupverð innfluttra vara til landsins er síbreytilegt og langoftast fer það hækkandi. Launahækkanir í útlöndum er hinsvegar ekki af sama skapi og hér hefur þekkst. Hérna geta þær tekið slík stökk að þeirra gætir strax í hækkuðu verðlagi, sem að sama skapi eykur verðbólgu og hækkar lán landsmanna. Ef krónan gefur eftir á sama tíma verður óðaverðbólga, afborganir lána verða ofviða fólki og í vesta falli verður hrun eins og varð 2008.
Það eru um sjö mánuðir eftir af kjörtímabilinu og enn hefur ekki verið raunverulega tekið á skuldum heimila og fyrirtækja með niðurfærslu skulda og endurgreiðslu oftekinna afborganna af lánum. Það var strax bent á þetta eftir hrun en svarið hefur verið að það kosti ríkissjóð og fjármálastofnanir of mikið. Eðlilega, ef það kostar 100 milljarða eru þessir 100 milljarðar ofteknir af lántakendum og þeim ber að skila og án eftirsjár.
Aðilar vinnumarkaðar búa við vinnulöggjöf þar sem samið er um kaup og kjör. Ef fer í hart er boðað til verkfalla, nú eða verkbanna eftir atvikum. Launþegar ná fram leiðréttingum með verkfallsréttinum og samningum. En lántakendur þessa lands eru án samtakamáttar og án samningsréttar en neyðast til að taka lán á þeim vöxtum sem bjóðast með verðbólguna sem algjöran óvissuþátt. Ég og fleiri lántakendur höfum lengi beðið eftir leiðréttingu lána. Margir hafa misst húsnæði sitt af framangreindum ástæðum,fólk á öllum aldri. Ef farið er í bankann og "tölvan segir nei !",þú stenst ekki greiðslumat og verður að selja ofan af þér eða lenda í nauðungarsölu, þá segi ég frekar: Er ekki eðlilegra að fara í "greiðsluverkfall " sem er einungis jafn ólöglegt og verðtryggingin sem bætist ofan á hæstu vexti sem þekkjast í samanburðarlöndum. Stjórnmálamenn,boltinn frægi er hjá ykkur.
1.9.2012 | 20:15
Athafnir í stað orða - 2 grein
Forstjóri Íbúðarlánasjóðs fór mikinn á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Fimmþúsund manns hafa ekki staðið í skilum, ég þar á meðal. Í fyrri grein minni rakti ég hversu verðbætur ofan á vexti hafa leikið skuldara grátt og hve erfitt er að vinda ofan af þessu kerfi. En nú er bara komið gott, svo ég taki mér orð forstjórans í munn. Við höfum gengið í gegn um hrun sem ekki sér fyrir endan á þótt komin séu 4 ár. Það hefur verið talað um að " slá skjaldborg um heimilin " færa niður skuldir þeirra,leiðrétta verðbólguskotið frá 2008 og 2009. Ekkert af þessu hefur verið gert af ríkisstjórn og Alþingi, einungis lengt í hengingarólum. Upphaf og endir fjárhagsvandræða fólks er verðtryggingin ofan á háa vexti sem heimili og fyrirtæki geta ekki staðið undir.
En hvers vegna að láta þetta bitna á ÍLS, stofnun sem þorra landsmanna er vel við ? Vegna þess að baki hennar stendur löggjafinn sem viðheldur verðtryggingunni og þar með, vil ég segja, verðbólgunni en fjármálastofnanir hafa af henni beina hagsmuni. Hvers vegna er ekki löngu búið að afnema hana. Lauslega áætlað hafa afborganir af lánum hækkað um 69 % á örfáum misserum. Lán sem fylgdi íbúð sem keypt var fyrir 19 árum og voru um 2.3 milljónir 1993 standa nú í tæpum 5 milljónum en lánstíminn er einungis hálfnaður og búið er að greiða nærri þrefalt upphaflegt lán.
Á þessu skattaári hefur verið dregið verulega úr vaxtabótum og eru nú engar hjá mér en hafa verið töluverðar undanfarin ár. ÍLS stendur illa aðallega vegna þess að honum er skylt að veita lán út á byggingar sem óvíst er hvort seljist. Þótt byggingarkostnaður sé jafnvel hærri á landsbyggðinni en í þéttbýlinu er verðmæti þeirra mun minna. Nóg er líka um óselt húsnæði á Höfuðborgarsvæðinu sem veldur sjóðnum og öðrum fjármálastofnunum vandræðum
Byggingabólan í aðdraganda hrunsins bitnar enn á okkur öllum en bankarnir virðast halda sjó með uppkaupum á húsnæði og tala upp um leið fasteignaverðið. Það getur komið þeim skuldsettustu vel en varla er innistæða fyrir því ef erfitt reynist að finna kaupendur sem standast hið illræmda greiðslumat. Að endingu vil ég benda á að Það er hægur vandi að fá verðtrygginguna sem bætt er við samningsvexti dæmda ógilda. Ef ekki fyrir innlendum dómstólum, héraðs- og hæstarétti þá fyrir samevrópskum dómsstólum þar sem þessi tilhögun þekkist alls ekki. Læt ég þetta nægja að sinni.
24.6.2012 | 21:24
Athafnir í stað orða
Hér á þessu bloggi hafa mörg hundruð greinar fjallað um afnám verðtryggingar eða þá um að minnka að minnka vægi hennar. Meðal annarra hef ég verið duglegur að koma mínum skoðunum á framfæri. Nú er svo komið, að ég eins og svo margir aðrir á undan mér, er kominn upp við vegg vegna oks verðtryggingarinnar.
Ekkert hefur bólað á leiðréttingum af hálfu stjórnvalda enda eru þau í gíslingu jafnt fjármálaafla sem ASÍ. Forsvarsmenn þeirra samtaka telja að beint samband sé á milli útlána bankakerfisins sem og Íbúðarlánasjóðs og verðtryggðs lifeyris. það er langt frá því að ver rétt. Að leiðrétta lög um útlán tengd verðbólgu ætti að vera í forgangi hjá stjórnmálamönnum en þeir leggja greinilega ekki í þá vegferð. Því er ekki um annað að velja en að fara dómstólaleiðina og sækja það að fá verðtryggingunni aflétt og þá allt frá hrunárinu 2008. Í framhaldi kæmi því niðurfærsla lána og endurgreiðsla vaxta. Þetta brennur á mörgum sem hafa lengi beðið eftir leiðréttingu. Bankarnir hafa leiðrétt lítilsháttar með endurgreiðslu og bjóða nú óverðtryggð lán en ÍLS hefur hvorugt gert.
Rökin fyrir verðtryggingunni upphaflegu um 1980 voru sterk þar sem verðbólgan fór algjörlega úr böndum og fór mest í yfir 100 %. Lögin um hana hefði átt að setja sem neyðarlög til skamms tíma og aflétta þeim síðan. Því má segja að neyðarlög gildi ennþá og koma þau lánveitendum mjög vel. Þeir una glaðir með sitt en hagur lántakendenda versnar þar sem skekkjan eykst, þ.e. höfuðstóll lána og afborganir aukast sífellt. Við gerum kröfur til allra fagstétta um að þeir vinni sín verk af ábyrgð og heilindum. Er fjámálageirinn, hagfræðingar og stjórnmálamenn stikkfrí þegar kemur að ábyrgð um vönduð vinnubrögð ? Köllum á öguð vinnubrögð þeirra, losum okkur undan verðtryggingarklafanum og greiðum sambærilega vexti af lánum sem eru í boði í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.8.2012 kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2012 | 14:15
Auðlindir og auðvald
Við höfum horft og hlustað á hvernig flestir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa staðið í stöðugu stappi og málþófi til að stöðva frumvarp um nýja kvótafrumvarpið og stjórn fiskveiða. Í sjálfu sér er hægt að ræða svona mál út í það óendanlega ef tilgangurinn er sá að koma í veg fyrir samþykkt þess þótt meirihluti þingmanna sé breytingunni samþykkur. Manni kemur til hugar að eitthvað svipað muni gerast ef fram kæmi tillaga um afnám verðtryggingar eða að minnka vægi hennar.
Við lántakendur erum orðnir að auðlind fjármálastofnanna sem geta pínt okkur einhliða af vild. Vextir viðlíka þeim sem við þurfum að greiða þekkjast ekki á byggðu bóli nema í nótulausum viðskiptum í myrkvuðum bakherbergjum í útlöndunum. Bankarnir sem lánuðu of drjúgt fyrir hrun fóru eðlilega þráðbeint á hausinn þar sem lántakendur gátu ekki staðið í skilum ásamt því að græðgin innan þeirra reið taumlaus. En lærum við ekkert á hruninu? Tuttuguogsexmilljarða bakreikningur er að koma frá keflvískum sparisjóði. Seðlabankinn telur enn að hækkun stýrivaxta sé best til þess fallinn að draga úr verðbólgu. Sér enginn að það er orðið löngu tímabært að stokka upp efnahagsspilin og ganga út frá því að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi í þessu landi án þess að vera á ofurlaunum ? Það verður fróðlegt að sjá framvindu mála í þinginu þegar og ef frumvarp um afnám verðtryggingar birtist þar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2012 | 12:56
Ánægjuleg frétt frá ÍLS
Óverðtryggð lán í boði hjá ÍLS í lok sumars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2012 | 12:03
Verðtrygging er haldreipi fjármálastofnanna
Það er engin furða að bankar vilji halda í verðtrygginguna. Áhuginn yrði mun minni ef innlán væru að sama skapi verðtryggð. Það hlýtur þó að vera mjög eðlileg krafa sparifjáreiganda. Að mínu mati á hún aðeins rétt á sér með tengingu við hækkun launa og verðlags á fasteignum. Það er út úr korti að bankarnir hagnist stórlega á " hækkunum utan úr heimi " sem jafnframt minnka kaupmátt alls almennings en hækka um leið lán og afborganir lántakenda. Vonandi tekur Alþingi þetta fyrir af alvöru þegar um hægist vegna annarra stórmála.
Landsbanki hagnast mikið á verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2012 | 12:09
Er ekki nóg komið ?
Vextir gætu hækkað meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2012 | 15:15
Þegar skipuleggjendur missa sig út úr skala
það eru komin 30 - 40 ár síðan fyrstu drög að deiliskipulagi nýs Landspítala sunnan Hringbrautar sáust fyrst á skiplagsuppdráttum. Í framhaldi af því var tekið til við færslu umferðarmannvirkja og byggðar byggðar plássfrekar hraðbrautir, umferðabrú og slaufur ásamt göngubrúm. Það má e.t.v. segja, öllum þessum árum síðar, að þessar framkvæmdir hafi átt rétt á sér. Við viljum jú komast leiðar okkar hratt og örugglega. Flöskuhálsar í umferð tefja þó för, jafnt austan sem vestan nýju Hringbrautar. En lítum á nokkrar staðreyndir varðandi nýja spítalabáknið við Hringbraut.
Reikna má með að heildarkostnaður þessa 235 þúsunda fermetra bygginga flæmis kosti 90-100 milljarða. Höfum við efni á því með tóman ríkissjóð og viðvarandi niðurskurð í heilbrigðiskerfinu? Höfum við efni á því að nýta ekki eldri byggingar spítalans sem og LSH í Fossvogi?
Vil benda á næstu bloggfærslu mína hér á undan um tillögur frá lækni og arkitekt um frekari uppbyggingu á lóð LSH norðan gömlu Hringbrautar. Einnig möguleikum á annari nýtingu svæðisins sem fara á undir nýjan spítala. Auk athugasemda frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fordæmalaust byggingamagn en borgarstjórn á eftir að samþykkja deiliskipulagið.
Það má reikna með, að ekki verði sátt um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll næstu áratugina vegna mililvægi hans fyrir landsmenn alla og vaxandi ferðaþjónustu. Væri því ekki öllu skynsamlegra að nýta þetta svæði frá Njarðargötu að Snorrabraut og er eina byggingarlandið í Vatnsmýrinni svokallaðri sem nýta mætti til uppbyggingar á miðbæjartengdri starfsemi um langa framtíð ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.3.2012 kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)