Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.3.2012 | 17:31
Báknið burt !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.3.2012 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2012 | 19:40
Er þetta ekki bara frekar einföld jafna ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.3.2012 kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2012 | 12:13
Bætur fyrir gallaða vöru
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2012 | 15:45
Verðtrygging, en aðeins á annan veginn
Ég vil benda á nokkur atriði til umhugsunar; Verðtryggingin sem upphaflega var komið á í kjölfar óðaverðbólgu hefur einungis komið lánveitendum, bönkum,sparisjóðum og lífeyrissjóðum til góða. Það sást vel hvað kerfið þandist út árin fyrir hrun og virðist ætla að fara á flug á ný eftir mikinn niðurskurð og hagræðingu. Það er hægur vandi að reka bankastarfsemi sem greiðir mun lægri vexti af sparnaði, sem í örfáum tilfellum er verðtryggður. en hirðir 4-5 vexti + 5 % vegna verðtryggingar. Á meðan húsnæði hækkaði í takt við verðbólgu var þetta ásættanlegt enda var gjarnan "fjárfest í steinsteypu." En þar sem húsnæði hefur lækkað að minnsta kosti um 30 % að verðgildi að undanförnu, hefur skapast geigvænlegt tap húseigenda og íbúðarkaupenda.
Nú getur ungt fólk tæpast safnað fyrir útborgun í húsnæði þar sem "spariféð brennur upp" eitthvað sem upphaflega átti að koma í veg fyrir með verðtryggingunni. Hvernig væri að bankar kæmu á fót Húsnæðisreikningum fyrir þá sem ætla að kaupa sína fyrstu íbúð. Eigendur þeirra fengju t.d. um 3 % vexti og 4 % í verðbætur ( í 5 % verðbólgu ) á reikninga sína. Þarna fengju fjármálastofnanir um 3 % í vaxtamun sem er vel ásættanlegt. Annars verður ekki um myndun sparnaðar að ræða.
Einnig verður að huga að því að lækka byggingarkostnað verulega með byggingu íbúða af réttri gerð fyrir ungt fólk. Hár byggingakostnaður, himinháir vextir af verðtryggðum lánum og óverðtryggðar sparnaðarleiðir er ávísun á eitt hrunið enn í bland við landflótta. Ef stjórnvöld treysta sér ekki til þessa verður að taka höndum enn fastar saman og tryggja afnám verðtryggingarinnar- spíralsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.1.2012 kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2012 | 11:40
Úrbætur eru nauðsynlegar við Heiðmerkurgatnamót
Heiðmörk er fjölsótt útivistarsvæði allan ársins hring. En gatnamótin við Suðurlandsveg er orðið tímabært að bæta. Gamli námuvegurinn að Rauðhólum dugar ekki lengur. Bæði er slæmt að þurfa að hægja mikið á til að taka beygju inn á Heiðmerkursvæðið og enn hættulegra er að taka vinstri beygju inn á Suðurlandsveg frá Heiðmörkinni. Umferðin þarna er orðin gríðarleg og þetta skapar stórhættu. Lausnir eru margar, allt frá því að hafa aðkomuna frá Norðlingaholti, að gerð hringtorgs við gatnamót Hafravatnsvegar. Þessi framkvæmd ætti að vera í forgangsröð í vegaframkvæmdum Höfuðborgarsvæðisins. Gott væri að vita um hvort þetta er í athugun eða jafnvel komið á áætlun.
10.1.2012 | 12:04
Kolefnisskattur á flutninga segir okkur að við eigum ekkert erindi í ESB
Það má vera að markmið ríkja á meginlandi Evrópu, auk Bretlands og Írlands og annarra landa, um nánari samvinnu sé af hinu góða. Evruvandræði í bland við ágalla á fjórfrelsi Rómarsáttmálans gætu þó stefnt því í tvísýnu. En eigum við samleið með þessu sambandi, jafnvel með aðildinni að EES og Schengen eins og það hefur reynst ?
Kolefnisskattur á eldsneyti er það vitlausasta af öllu vitlausu sem frá þeim kemur. Hvað er markmiðið ? Að skatta Íslendinga sem og þá sem sækja okkur heim út úr ferðalögum ? Til að komast að og frá landinum með fólk og flutninga þarf að leggja upp í 1200 til 1500 km leiðangra hið minnsta. Það má vera að í mannmergðinni í Evrópu þurfi að setja einhverjar sérreglur en þær eiga alls ekki við hjá okkur. Og hlýnunin, er það öruggt mál að hún sé af völdum koltvísýrings sem þurfi að skattleggja og þá til hvers ??
7.1.2012 | 10:42
Verðugur arftaki Ólafs Ragnars
Nú er Jón Baldvin búinn að segja sína skoðun,sem er róttæk að venju og gengur út frá því helst að Ólafur Ragnar vilji slá "met" Vigdísar og sitja í embætti fimmta kjörtímabilið. Aðrir fréttaskýrendur hafa aðrar skýringar á því að hann hefur ekki talað skýrt og afdráttarlaust um hvort hann bjóði sig fram eða ekki. Mín skýring er sú að honum er mjög annt um að fá verðugan arftaka. Lítist honum ekkert á þá sem helst koma til greina eftir að framboð hafa komið fram muni hann slá til. Sjái hann fram á verðugan arftaka mun han setjast á "friðarstól",sinna betur fjölskyldunni og huga að öðrum embættum.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/07/forsetinn_heldur_afram/
Forsetinn heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.11.2011 | 11:31
HLÝNUN JARÐAR - ER HÚN GLOBAL EÐA LOCAL ?
Fátt virðist valda okkur Íslendingum meiri áhyggjum en það, að með menguðum útblæstri af ýmsu tagi stuðlum við að óstöðvandi hlýnun jarðar sem á endanum gerir þennan hnött óbyggilegan. Vísindamenn fundu út að eitthvað sem líktist þaki í gróðurhúsi myndaðist einkum við brennslu jarðefna og héldi í "gróðurhúsinu" meiri hita en æskilegt væri. Á þetta þar af leiðandi við um öll farartæki til sjós og lands, sem og í lofti. Sama á við um iðjuver og alla mengun yfirleitt. Svo rammt hefur kveðið að þessu að nú skal skatta og jafnvel tví-eða þrískatta þennan ósóma. Hagkerfi heimsins skulu frekar sett á hliðina en viðurkenna að gróðurhúsaáhrif eru ekki fullsönnuð.
Það sem skiptir okkur, sem hér á landi búum miklu máli, er að vita hvort hlýnun er svæðisbundin, local eða hnattræn, global. Hvort útblásturinn myndi " glerþak" yfir höfðum okkar ( sem ég tel frekar jákvætt fyrir landið ) eða safnaðist hann saman þar sem síst skyldi. Þetta þyrftum við helst að vita áður en allt verður hér stórastopp vegna kolefnisskatta. Fólk komist yfirleitt ekki milli staða vegna aukins kostnaðar. Iðjuver geti varla framleitt vörur á skikkanlegu verði vegna kolefnisgjalda. Óþarft er að minna á fjarlægðir til landsins og kostnað þar að lútandi sem og olíunotkun í sjávarútvegi sem varla yrði arðbær ef allt gengi eftir með sköttun. Hvað með fámennið hér á gríðarlegu land- og hafsvæði þar sem vindar blása hvað mest ?
Hér fylgir kort af hnettinum sem ég kippti með frá hinni alvitru Wikipediu og læt einnig fylgja með krækju inn á vísindavef Háskólans um síðustu ísöld. Henni lauk að talið er fyrir aðeins 10.000 árum !! Vil ég því benda á, að áður hefur kólnað hér á Jörðinni all verulega og síðan hefur þurft að hlýna hressilega til að losna við íshelluna. Ef það er þá eitthvað að marka Þessi fræði.
Að endingu eru hér spurningar sem gaman væri að fá svör við. Liggja fyrir upplýsingar um áætlaða hlýnun af völdum loftkælingar í húsum? Þar sem loftkæling er mikið notuð þegar heitast verður í stórborgum, hækkar hitinn jafnvel um nokkrar gráður úti við af völdum hennar.
Vísindamenn hafa um langa hríð fylgst með ástandi ozonlagsins og þá sérstaklega með götum sem myndast hafa á því en ég veit ekki til þess að þeir hafi fundið eða getað mælt "gróðurhúsalofttegundahjálminn " margumrædda sem á að valda öllum þessum vandræðum. Er hann kannski aðeins til í teoríunni?
Hér er kort sem sýnir hitabreytingar og þar sést að hlýnun á úthöfunum og víðar er lítil sem engin.
Þær hitabreytingar varða okkur sem hér búum mestu. Kortið sýnir augljóslega að ekki er um jafna ( global ) hlýnun að ræða á jarðarkringlunni.
http://en.wikipedia.org/wiki/Global_warming
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=750
3.11.2011 | 20:02
Tveggja skipa lausn fyrir Vestmannaeyjar
Margir hafa tjáð sig hér á blogginu um samgöngumál Vestmannaeyinga á sjó. Fólk hefur eðlilega haft áhyggjur af framvindu Landeyjarhafnar og hvort hún eigi eftir að verða fjárhagslegur baggi á þjóðinni um langa hríð. Hugsanlega ónothæf fyrir stærri skip. Sjálfum hefur mér fundist undarlegt hvað Eyjamönnum sjálfum hefur fundist það mikilvægt að sigla eingöngu til Landeyjarhafnar og leggja á það áherslu að skipta út Herjólfi fyrir hentugra skip. Það hefur verið fundið út að sparnaður á tíma fyrir þá sem ætla til Suðvesturhornsins er hverfandi eða innan við hálftíma munur á hvort farið er um Landeyjarhöfn eða um Þorlákshöfn ef fólk ætlar á Höfuðborgarsvæðið.
Nú verður umferðin langmest um Landeyjarhöfn að sumarlagi,um háferðamannatímann. Er nokkuð fráleitt að tvö skip verði í gangi að sumarlagi. Minna og hentugra skip sem siglir á Landeyjarhöfn og Herjólfur til Þorlákshafnar en eina ferð á dag hálft árið. Síðan sigli aðeins Herjólfur til Þorlákshafnar að vetrarlagi þ.e.um 6 mánuði. Nýtt skip mætti efalaust taka á leigu til að byrja með til að sjá hvernig þessi tilhögun reynist.Það á ekki að vera flókið að finna út rekstrargrundvöllinn í þessu dæmi. Vonum að Landeyjarhöfn haldist opin án mikils tilkostnaðar. Eru ekki allir hættir að hugsa af alvöru um Hovercraft ferjur ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2011 | 16:51
Seðlabankinn hækkar vexti, nú nú.
Nú á að hækka vextina af því að verðbólgan eykst. En eins og allir vita hækkar verðbólgan með verðtryggingunni vexti sjálfkrafa. Þurfa einhverjir spekingar að koma saman reglubundið og hækka eða lækka stýrivexti um 0.25 ? Er ekki hægt að hafa vexti fasta td 1 %, kannski 1.5 eins og víðast þekkist annarsstaðar og láta verðbólguna síðan um rest meðan verðtryggingin er við líði.
Hvað er annars að frétta af afnámi hennar ? Vonandi gleyma þingmenn sér ekki við fréttir af sandmokstri í Bakkafjöru ( Landeyjarhöfn ) og við að lesa skýrslur um að sandurinn hætti að hækka í höfninni ef keypt verður skip sem ristir grynnra ! Einhvernvegin þurfa góðir menn að koma að málum, eins og verið sé að reisa stórhýsi, sem þarf að vera rétt gert frá grunni og upp úr. Hér er alltaf verið að tjasla upp húsi sem engin af byggjendum getur verið sammála um hvernig eigi að vera. Fyrir utan að undirstaðan er mjög veikburða. Á meðan gengur hvorki né rekur hjá almennum launamönnum og þeim Íslendingum sem eru skuldum vafðir. Hvort sem lán þeirra voru lögleg eða ekki þá ræður fólk ekki við þessa háu greiðslur samanlagðra vaxta og verðbóta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)