10.1.2012 | 12:04
Kolefnisskattur á flutninga segir okkur að við eigum ekkert erindi í ESB
Það má vera að markmið ríkja á meginlandi Evrópu, auk Bretlands og Írlands og annarra landa, um nánari samvinnu sé af hinu góða. Evruvandræði í bland við ágalla á fjórfrelsi Rómarsáttmálans gætu þó stefnt því í tvísýnu. En eigum við samleið með þessu sambandi, jafnvel með aðildinni að EES og Schengen eins og það hefur reynst ?
Kolefnisskattur á eldsneyti er það vitlausasta af öllu vitlausu sem frá þeim kemur. Hvað er markmiðið ? Að skatta Íslendinga sem og þá sem sækja okkur heim út úr ferðalögum ? Til að komast að og frá landinum með fólk og flutninga þarf að leggja upp í 1200 til 1500 km leiðangra hið minnsta. Það má vera að í mannmergðinni í Evrópu þurfi að setja einhverjar sérreglur en þær eiga alls ekki við hjá okkur. Og hlýnunin, er það öruggt mál að hún sé af völdum koltvísýrings sem þurfi að skattleggja og þá til hvers ??
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.