Verðugur arftaki Ólafs Ragnars

Nú er Jón Baldvin búinn að segja sína skoðun,sem er róttæk að venju og gengur út frá því helst að Ólafur Ragnar vilji slá "met" Vigdísar og sitja í embætti fimmta kjörtímabilið. Aðrir  fréttaskýrendur hafa aðrar skýringar á því að hann hefur ekki talað skýrt og afdráttarlaust um hvort hann bjóði sig fram eða ekki. Mín skýring er sú að honum er mjög annt um að fá verðugan arftaka. Lítist honum ekkert á þá sem helst koma til greina eftir að framboð hafa komið fram muni hann slá til. Sjái hann fram á verðugan arftaka mun han setjast á "friðarstól",sinna betur fjölskyldunni og huga að öðrum embættum.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/07/forsetinn_heldur_afram/


mbl.is Forsetinn heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Varðandi ummæli Jóns Baldvins þá eru þau honum ekki til framdráttar og augljóst hvað "Berin eru súr"

Tel að Ólafur vilji sjá hvort stjórnin heldur velli, ef hún gerir það býður hann sig fram fram á ný. Ef ný stjórn skipast sem dregur ESB umsóknina til baka þá er nokkuð víst að Ólafur hættir.

Sólbjörg, 7.1.2012 kl. 10:56

2 Smámynd: Sólbjörg

...tvisvar sinnum skrifa ég orðið: fram, fram, i athugasemdinni, en í staðin fyrir að vera villa segi ég bara nei svona átti þetta að vera, þetta minnir okkur bara á upphafið á texta sem vel á við hér; Fram, fram fylking, forðum okkur hættu frá því ræningar oss vilja ráðast á...... það á sannarlega vel við núna. Það vill Ólafur verja íslensku þjóðina frá, ræningjaliði ESB. Kveðja vinir.

Sólbjörg, 7.1.2012 kl. 11:06

3 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Sólbjörg við erum greinilega sammála að eitthvað býr undir hjá Ólafi. Ég er t.d. viss um að ef Davíð Oddson telst líklegur þá tekur hann slaginn í fimmta sinn.

Sigurður Ingólfsson, 7.1.2012 kl. 11:19

4 Smámynd: Sólbjörg

Þeir Davíð og Ólafur eru sammála um að Ísland á ekkert erindi í ESB.

Finnst þér líklegt að Davíð hafi áhuga á að láta ata sig aur og svívirðingum af pólitískum andstæðingum sem geta lagt Fréttablaðið undir sig.

Sólbjörg, 7.1.2012 kl. 13:18

5 Smámynd: Axel Guðmundsson

Ég held að Davíð hafi engan áhuga, en aftur á móti hefur stríðnispúkinn Davíð mikið gaman að því að espa upp ruglaða kommatitti.

Axel Guðmundsson, 7.1.2012 kl. 15:14

6 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Sólborg, Davíð hefur þykkan pólitískan skráp og augljósan stuðning. Er hann ekki næst efstur í könnunum ? Má ekki líka túlka langa útlistun ÓRG  einfaldlega sem " Ég ætla að sjá til "

Axel, aðdragandi kosninganna verður efalaust mjög spennandi og pólitík spilar þarna meira inn í en oft áður enda embættið orðið pólitískara.

Sigurður Ingólfsson, 7.1.2012 kl. 15:40

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætli Jón Baldvin komist ekki nálægt raunveruleikanum?

Hverjir tóku ákvarðanir Ólafs eða voru honum til ráðgjafar? Hann á marga „vini“ og vandamenn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.1.2012 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband