30.3.2013 | 15:40
Ylræktarver í Helguvík
Orð og hugmyndir eru til alls fyrst. Burt séð frá því hvað fólki finnst um stóriðju og virkjunarframkvæmdir henni til handa er komin upp klemmustaða við Helguvík. Þar hefur hefur risið mikil bygging sem hýsa á álver í framtíðinni. Það var reist í töluverðri fljótfærni þegar mikil óvissa var um orkuöflun fyrir það og jafnframt flutningslínur. Nú er hægt að reikna út flesta hluti þegar kemur að framkvæmdum en ég held að fáir fagmenn treysti sér til að "slá á" það hvenær álverið kemst í notkun,jafnvel einungis fyrsti áfangi. En það er hægt að reikna út hvort hagkvæmt væri að breyta byggingunni í ylræktarver tímabundið. Þarna er allt til alls til að koma því af stað, jarðhiti og orka og núverandi flutningslínur sem mundu örugglega anna allri orkuþörf. Nú veit ég ekki hve mikla orku slíkt ver notar en lýsing allan sólarhringinn tekur sitt. Þarna væri framleitt til útflutnings og ekki er langt í flugvöll eða höfn. Eigandi byggingarinnar, Norðurál gæti fengið íslenska hluthafa og þá sem þekkingu hafa í lið mér sér. Ekki þarf að fjölyrða um öll störfin sem skapast. Ég nefndi þessa hugmynd við félaga mína hjá Hægri grænum og spurði í leiðinni hvort unnt væri að finna " meiri hægri græna framkvæmd". Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð hugmynd.Alltaf gaman þegar menn þora að viðra eitthvað sem þeim dettur í hug.Bendi á að það má einnig nota sorpurðun í sama tilgangi.Og framleiða Metan í leiðinn.Til eru heimildir fyrir að fornmenn hafi notað ylinn frá búfjáráburði til slíkra nota,meðan áburðurinn var að brjóta sig niður.Svo afhverju ekki.
Jósef Smári Ásmundsson, 30.3.2013 kl. 16:52
Sæll Jósef. Er ekki ágætt að athuga hagkvæmnina ásamt markaðskönnun ef Norðurál er til í framkvæmdina ?
Sigurður Ingólfsson, 30.3.2013 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.