4.8.2014 | 14:45
Gerum Israel alþjóðlega hornreka
Ástandið í Palestínu er algjör hryllingur. Deilan sjálf á sér djúpar og flóknar rætur og hvorugur deiluaðila vill gefa eftir. Núna er verið að leggja líf hundruða þúsunda manna í rúst og Gazaborg er að verða rústir einar. Látnir og særðir skipta þúsundum og ástandið fer stöðugt versnandi. Gaza og reyndar Israel eru striðsátakasvæði líkt og eystri hluti Ukraínu. Þar var skotin niður farþegavél, líkast til vegna mistaka. Þar eru aðskilnaðarsinnar komnir með mjög hættuleg vopn í hendur. Einnig hefur rétt nýlega verið varað við að ISIS, hryðjuverkasamtök Islamista í Sýrlandi og Írak hafi komist yfir mjög hættuleg vopn í herstöð sem þeir náðu af Sýrlandsher. Í ljósi þessa er það undarlegt í meira lagi að flugfélög skuli leyfa flug yfir stríðsátakasvæði hvar var sem þau eru í heiminum Stjórnendur flugfélaga eru vel vitandi um að vopnin geti verið höndum manna sem er nokk sama á hverju þau lenda. Þeir heyja blóðugt stríð og vita ekki hvort þeir lifa af daginn. En hvað er til bjargar saklausum borgurum og þá sérstaklega í Gaza? Ef það er eitthvað sem almenningur gæti haft áhrif á, utan að sniðganga vörur frá Israel, þá eru það flugfélögin og stjórnendur þeirra. Almenningur gæti krafist þess, sem ætti að vera augljóst; að þau hætti öllu flugi yfir átakasvæði. Hættu jafnvel alveg flugi til landa eins og Ísrael, einangra þannig landið þar til að þeir sjá að sér. Viðræður, samningar um vopnahlé og yfirlýsingar SÞ og þjóða virðast ekki geta stöðva þetta hryllilega stríð. Og engin þjóð vill blanda sér beint í átökin sem eðlilegt er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.